22.02.1923
Neðri deild: 4. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í B-deild Alþingistíðinda. (100)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Það er auðvitað ekki ætlunin að skattleggja erlenda sendiræðismenn, enda ómögulegt að lesa það út úr greininni, sem undanþiggur skatti „sendiherra og starfsmenn sendisveita”. þ. e. a. s. nefnir sendimenn annara ríkja frá þeim æðstu til þeirra lægstu, og þá auðvitað þá, sem þar eru á milli. Viðbótin við þessa reglu í gömlu skattalögunum er því annaðhvort óþörf eða alveg villandi.