25.04.1923
Neðri deild: 50. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1220 í B-deild Alþingistíðinda. (1010)

80. mál, stofnun landsbanka

Magnús Guðmundsson:

Ástæðan til þess, að jeg skrifaði undir nál. með fyrirvara, var sú, að jeg leit svo á og lít svo á, að það sje miklu öruggari staða að vera bankastjóri við þjóðbanka, eins og Landsbankann, heldur en við einkabanka, ein og Íslandsbanka, og þess vegna eru venjulega lægri laun við þjóðbanka en aðra banka. Stöðurnar eru því ekki fyllilega sambærilegar. Hins vegar sá jeg ekki ástæðu til að kljúfa nefndina í þessu atriði, en komi brtt. fram um þetta, hefi jeg atkvæði mitt frjálst.