05.05.1923
Efri deild: 56. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1246 í B-deild Alþingistíðinda. (1042)

80. mál, stofnun landsbanka

Jónas Jónsson:

Jeg hefi nú skýrt afstöðu mína til þessa máls, að jeg tel það síst af öllu traustsyfirlýsingu til bankaráðsins nje annara manna, sem að Íslandsbanka standa. Jeg vildi aðeins taka það fram, að eftir að hæstv. landsstjórn hefir samið við suma af bankastjórum landsins um hærri laun en við aðra, þá hefir hún skapað það fordæmi, að ekki er hægt að gjalda öðrum hliðstæðum starfsmönnum minna. En hvernig landsstjórnin verður dæmd fyrir afskifti sín af Íslandsbanka, fer vitanlega nokkuð eftir því, hvernig bankastjórnirnar reynast. Teldi jeg það mjög óheppilegt, ef bankastjórar Landsbankans freistuðust til þess að sækja eftir bankastjórastöðu í einhverjum prívatbanka, sakir hærri launa, sem þeim yrðu þar boðin.