26.03.1923
Neðri deild: 29. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1253 í B-deild Alþingistíðinda. (1055)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg tel sjálfsagt, að nefndinni finnist ljúft að taka til athugunar það, sem háttv. flm. tók fram síðast í ræðu sinni. Hvað viðvíkur ummælum hv. 1. þm. S.-M. (SvÓ), þá á jeg illa aðstöðu til að svara honum, því í rauninni er jeg honum að miklu leyti sammála. En fyrir nefndinni vakti það, að „agitationin“ gæti gengið of langt. ef aðhylst væri ákvæðið í frv., og vildi hún hamla því, að heimildin yrði vopn í höndum vottorðsgjafa til ósæmilegrar atkvæðasmölunar. Mætti þá svo fara, að hinir svokölluðu valinkunnu menn yrðu miður valinkunnir.