05.04.1923
Neðri deild: 34. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1254 í B-deild Alþingistíðinda. (1059)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg sje ekki ástæðu til að lengja umræður um þetta mál. Brtt. allshn. við þetta frv. er á þskj. 239, og felur hún í sjer það, sem nefndinni þótti rjett að bæta við frv.

Hvað snertir brtt. á þskj. 237, þá lýsti nefndin því yfir við 2. umr., að hún væri henni mótfallin og vildi ekki frekari breytingar á frv. Þó að jeg gæti fyrir mitt leyti felt mig við brtt., vildi jeg ekki kljúfa nefndina, en tel ekkert í hættu, þó að hún verði samþykt.