05.04.1923
Neðri deild: 34. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1258 í B-deild Alþingistíðinda. (1067)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Lárus Helgason:

Jeg verð að segja, að mjer kemur það á óvart, ef fyrri liður brtt. á þskj. 237 nær ekki fram að ganga, þar sem það er sýnilegt, að án þess nær frv. sjálft ekki tilgangi sínum. Það er öllum kunnugt, að í strjálbygðum sveitum er oft mjög erfitt, ef ekki ógerningur, að ná til læknis eða hreppstjóra, og mönnum er að minsta kosti gert svo erfitt fyrir með þessu, að óhæfilegt virðist að halda því til streitu. Og í fljótu bragði sje jeg ekki, ef brtt. á þskj. 276 nær fram að ganga, að rjett sje þá að fella niður brtt. á þskj. 237. Annars geri jeg ráð fyrir, að jeg haldi mjer eindregið við frv., að viðbættum brtt. á þskj. 237, og vænti þess, að hv. deild geri hið sama.