05.04.1923
Neðri deild: 34. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1258 í B-deild Alþingistíðinda. (1068)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Jón Þorláksson:

Jeg held það sje misskilningur hjá hv. þm. V.-Sk. (LH), að svo erfitt sje að ná í vottorð hreppstjóra eða læknis, sem hann heldur. Það er nefnilega ekki ætlunin, að hreppstjórar geri skoðun á sjúklingum og gefi þeim síðan vottorð, bygt á skoðuninni, á líkan hátt og læknar, heldur fari þeir eftir upplýsingum, sem þeim sýnist næg ástæða til að taka gildar. Þeim, sem forfallaðir væru og heima sætu, ætti þá að nægja að koma boðum og fullnægjandi skilríkjum til hreppstjóra, en hann mundi í flestum tilfellum vera þá á kjörstað, en þangað eiga menn af flestum bæjum erindi á kjörfundardaginn. Er mönnum þannig gert tiltölulega ljett fyrir. En væru brtt. samþyktar, gæti svo farið, að menn misbeittu aðstöðu sinni í kosningunum. Verð jeg því að álíta óheppilegt að fara lengra í þessu efni en frv., og vona, að hv. deild leggist á móti brtt.