05.04.1923
Neðri deild: 34. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1259 í B-deild Alþingistíðinda. (1069)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Jón Baldvinsson:

Jeg vil aðeins taka það fram, að það er ekki rjett hjá háttv. þm. V.-Sk. (LH), ef hann heldur, að mín brtt. fari í bága við brtt. hv. 1. þm. S.-M. (SvÓ) eða skaði hana á nokkurn hátt. Það ætti að vera nokkurn veginn augljóst, að þær geta báðar farið saman. En út af ummælum háttv. samþm. míns (JÞ) vildi jeg geta þess, hvort mönnum hafi skilist svo, að kosningar mættu aðeins fara fram á kjördegi. Þetta er misskilningur, því í lögum þeim, sem hjer er farið fram á að breyta, er mönnum heimilað að byrja strax að kjósa, þegar framboðsfrestur er útrunninn.

Út af því, sem hv. samþm. minn (JÞ) sagði, að kjósendur ættu kost á því að kjósa heima, vil jeg geta þess, að hjer hefir bæjarfógeti ekki leyft þeim mönnum að kjósa, sem ekki hafa sjálfir getað það. Og því er ákvæðið í bitt. minni nauðsynleg umbót frá því, sem nú er.