05.04.1923
Neðri deild: 34. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1261 í B-deild Alþingistíðinda. (1072)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Lárus Helgason:

Jeg get ekki skilið, að það sje rjett hjá hv. 3. þm. Reykv. (JÞ), að það sje tryggara, að hreppstjóri gefi vottorðin eftir orðsendingu heldur en að farið sje eftir vottorði tveggja skilríkra manna, sem eru á staðnum. Mjer finst það líka liggja beinast fyrir og sje ekki, að neitt meira öryggi sje gefið með þeirri krókaleið, sem frv. gerir ráð fyrir, að farin verði. Og vil jeg enn nota tækifærið til að mæla með því, að hv. deild taki brtt. á þskj. 237 til greina.