05.04.1923
Neðri deild: 34. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1262 í B-deild Alþingistíðinda. (1075)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Lárus Helgason:

Mjer er óskiljanlegt, hvernig hv. þm. Mýra. (PÞ) fer að því að gera sig ánægðan með það, sem í frv. sjálfu stendur. Hann virðist ekki gera sjer það ljóst, að víða í sveitum geta jafnvel margir mánuðir liðið milli þess, að læknir komi á sum heimilin. Ef hann athugar þetta, mætti svo verða, að honum færi að finnast minna til um trygginguna, sem ætlast er til, að fáist með vottorðum þeirra.