13.04.1923
Efri deild: 39. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1266 í B-deild Alþingistíðinda. (1084)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Guðmundur Ólafsson:

Það er auðvitað, að fjarstaddur kjósandi er betur settur en sá, sem þarf aðstoðar á kjörstaðnum, ef hann fær að velja sjálfur. En hvers vegna má hann ekki vera betur settur, þegar hinn er ekki eins vel settur og hann ætti að vera? Það er sá, sem ekki þarfnast aðstoðar. Það er eðlilegast, að þegar einhver þarf að láta vinna fyrir sig jafnþýðingarmikið verk og að kjósa, þá er honum nauðsynlegt að geta borið fult traust til mannsins, og þá sjálfsagt, að hann fái að velja hann sjálfur.