13.04.1923
Efri deild: 39. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1266 í B-deild Alþingistíðinda. (1085)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Forsætisráðherra (SE):

Það má vera, að rjett sje hjá hv. 4. landsk. þm. (JM), að breyting nefndarinnar sje í samræmi við frumregluna, sem lögin eru bygð á, en þó verð jeg að líta á málið líkt og háttv. 1. þm. Húnv. (GÓ), að óeðlilegt sje, að kjósandi ráði ekki neinu um það, hver kýs fyrir hann, og held jeg, að engin skaði skeði, þó svo væri ákveðið.