16.04.1923
Efri deild: 41. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1268 í B-deild Alþingistíðinda. (1089)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Guðmundur Ólafsson:

Jeg ætla mjer eigi að tala langt mál um till. mína á þskj. 357. Í frv. er gert ráð fyrir því, að sá, sem vottorðið gefur, ráði því, hver veiti hinum sjúka aðstoð við kosninguna. Álít jeg eigi heppilegt að láta það komið undir einum óviðkomandi manni, hver aðstoðar, án þess að hinn sjúki hafi rjett til að hluast til um það. Þykir mjer því betra, að hinn sjúki sjálfur tilnefni aðstoðarmann sinn, og þá einna helst einhvern úr kjörstjórninni. Mundi sá kostnaður, sem af því leiddi, auðvitað greiddur af kjósanda.