25.04.1923
Neðri deild: 50. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1320 í B-deild Alþingistíðinda. (1120)

139. mál, fjáraukalög 1923

Magnús Guðmundsson:

Jeg vildi leggja dálítið liðsyrði styrknum til Gísla sýslumanns Sveinssonar. Mjer er kunnugt um það. af því að jeg hafði með fjárreiður hans að gera meðan á veikindum hans stóð, að hann hafði mikinn kostnað af utanför sinni og var lengi veikur. Á sama tíma fengu aðrir menn, sem skemur voru veikir, miklu hærri sjúkrastyrk en hjer er farið fram á. Hjer er því mjög lágt í farið, samanborið við þá menn. Annars skal jeg taka það fram, að mjer mundi ekki detta í hug að leggja með styrk sem þessum, ef svo stæði ekki á, að þessi ágætismaður var veikur samtímis þeim embættismönnum, sem fengu styrk 1921. Finst mjer því, að það væri hróplegt ranglæti að setja hann alveg hjá. Annars skal jeg ekki fjölyrða um brtt., en geta þess alment út af því, sem hæstv. atvinnumálaráðherra (KIJ) sagði. áð deildin hefir ekki óskað eftir neinu fjáraukalagafrv., hedur fjárveitinganefnd, og jeg fyrir mitt leyti hefði miklu fremur viljað, að það hefði alls ekki komið fram því að það mun sannast, að það verður ríkissjóðnum til stórskaða.