01.05.1923
Neðri deild: 54. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1387 í B-deild Alþingistíðinda. (1147)

139. mál, fjáraukalög 1923

Lárus Helgason:

Jeg ætla ekki að tefja umræðurnar mikið. Háttv. frsm. (MP) hefir lýst því yfir, að nefndin væri hlynt þessari einu brtt., sem frá mjer er komin. Jeg er þar líka í fullu samræmi við tillögur landlæknis í því máli; hann hefir skýrt mjer frá, að hann væri þessu fyllilega samþykkur og gæti gefið því sín bestu meðmæli. Það er vitanlegt öllum hv. þm., að víða eru erfiðar samgöngur hjer á landi, en óvíða eins og í Skaftafellssýslunum. Þar er því þörfin alveg óumflýjanleg fyrir slíkt, sem till. fer fram á. Enda hafa hjeraðsbúar sýnt það, að þeir finna til nauðsynjar þess, að sjúkraskýli komist upp í hjeraðinu, þar sem þeir hafa þegar hafist handa til þess að byggja læknisbústað og sjúkraskýli í sambandi við hann. Vil jeg svo ekki fjölyrða meira um þetta, en vona, að háttv. deild sjái, hve brýn þörf er að hrinda þessu máli í framkvæmd.