07.05.1923
Efri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1452 í B-deild Alþingistíðinda. (1186)

139. mál, fjáraukalög 1923

Guðmundur Ólafsson:

Það er nú eins og fyrri daginn, að jeg á hjer enga brtt., en þó get jeg ekki stilt mig um að leggja orð í belg eins og allir aðrir. Því er ekki að neita, að það er hálfgert kapphlaup hjá háttv. þm. um að koma með sem flestar brtt., enda erum við ekki nema 2, sem erum án þess konar hluta. En þetta er nú sjálfsagt til að sýna, hversu ónýtur jeg er að betla fyrir mitt kjördæmi. Hv. 2. landsk. þm. (SJ) kemur þarna með brtt. uni 300 kr. styrk til að halda dragferju á Skjálfandafljóti, þegar á fyrsta ári eftir að dragferja er komin á það. Jeg ætla svo sem ekki að fara að finna að þessu; jeg býst við, að þess sje full þörf, en líkt stendur á víðar. Það er dragferja á Blöndu, og þefir verið í nokkur ár, sem hefir ekki fengið neinn styrk úr ríkissjóði, en þetta er til að sýna, hvað menn fara misjafnlega fljótt á stað með fjárbeiðnir fyrir sitt hjerað. Jeg vildi bara láta háttv. þm. vita, að ef þetta verður samþykt, þá kem jeg með till. um styrk til dragferjuhalds á Blöndu Að vísu er brú á ánni, en hún er rjett niður við sjó, svo að fyrir marga er það stór krókur að nota hana, og þess vegna þótti mikil nauðsyn á að hafa dragferju á ánni.

Jeg er ekki vanur að gera grein fyrir atkvæði mínu fyr en að því kemur, en út af ummælum háttv. 2. þm. G-K. (BK), þá veit jeg, að það er að sumu leyti sanngjarnt að gefa það eftir, að fjelögin Víðir og Ýmir í Hafnarfirði fái skattinn endurgreiddan, en að hafa þau orð um, að það væri hrein og bein vanvirða fyrir þingið, ef það samþykti það ekki, það kann jeg ekki vel við. Jeg held nú, að það sje meiri vanvirða að láta þá sleppa, sem bar eftir lögunum að greiða skatt, því að þetta sýnir aðeins hinar slælegu framkvæmdir á tekjuskattslögunum og eftirlitinu á þeim, og raunar þyngir það ekkert á þessum 2 fjelögum, þótt önnur fjelög hafi ranglega sloppið við skatt. Það nær ekki nokkurri átt að tala í þessum tón. Þessi fjelög hafa ekki borgað annað en það, sem þeim bar að greiða lagalega. (BK: Enginn ber á móti því). Nú, þá á ekki að viðhafa þau orð, að það sje blátt áfram vanvirða fyrir þingið, ef það endurgreiðir ekki skattinn. Því vil jeg mótmæla.

Hæstv. forsrh. (SE) er nú farinn út, en út af því, sem hann sagði um brtt. hv. 2. þm. Rang. (GGuðf) um utanfararstyrk handa Vífilsstaðalækninum, þá finst mjer næsta kynlegt, að stjórnin skuli ósk eftir sjerstakri fjárupphæð, til þess að geta látið sem allra flesta sigla. Mjer finst kveða við nokkuð annan tón hjá hæstv. atvrh. (KIJ), er hann sagði að það væri ekki nema dauður bókstafur að láta allar þessar lánsheimildir standa í fjárlögunum. Fjárlögin eru mun lakar úr garði gerð mi en síðastliðið ár og fjárhagurinn horfi: mun ver við; en þar fyrir virðast menn ekki svo sjerlega einurðarlitlir við að biðja um fje úr ríkissjóði; að minsta kosti bera þessi fjáraukalög ekki vott um það.