09.05.1923
Efri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1470 í B-deild Alþingistíðinda. (1199)

139. mál, fjáraukalög 1923

Guðmundur Ólafsson:

Jeg á hjer eina brtt., um 300 kr. styrk til dragferjuhalds á Blöndu. Hún kemur deildarmönnum ekki á óvart, því að jeg gat um það við 2. umr., að jeg mundi bera hana fram. Hv. frsm. fjvn. (EÁ) hefir nú lýst því yfir, að fjvn. væri samþykk henni. Það er því ekki ástæða fyrir mig að tala mikið um hana. Sumum hv. þm. er kunnugt um, hvernig þetta vatnsfall er. Vænti jeg þess, að þessi brtt. verði samþykt, og ekki síður fyrir það, þó Húnvetningar hafi í nokkur ár haldið uppi dragferju án styrks úr ríkissjóði.