12.05.1923
Efri deild: 60. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1494 í B-deild Alþingistíðinda. (1221)

139. mál, fjáraukalög 1923

Guðmundur Guðfinnsson:

Jeg vildi aðeins geta þess, að eftir að jeg hafði kynt mjer þetta mál, þá varð jeg alveg sannfærður um nauðsyn áhaldsins.

Jeg skal einnig í þessu sambandi geta þess, að nýlega er í Danmörku dáinn læknir, sem þjáðist af ólæknandi blóðleysi, sem hann hafði fengið af því r fara með Röntgentæki. Vitanlega mundi læknir sá, er fara ætti með þetta „diathermi“-áhald. kynna sjer eins vel og unt væri meðferð þess, en það er áreiðanlega mjög mikilsvarðandi lækningatæki.