12.05.1923
Efri deild: 60. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1494 í B-deild Alþingistíðinda. (1223)

139. mál, fjáraukalög 1923

Guðmundur Guðfinnsson:

Jeg gleymdi að lesa upp álit prófessoranna við læknadeild háskólans á þessu „diathermi“-áhaldi og nauðsyn þess. Skal jeg leyfa mjer að lesa það upp nú, með samþykki hæstv. forseta:

„Vjer undirritaðir teljum mjög æskilegt, að útvegað sje sem fyrst hingað til Reykjavíkur áhald til svokallaðrar „diathermi“, sem að sjálfsögðu verður keypt þegar landsspítalinn tekur til starfa. Þangað til mundi það geta komið að góðum notum í lækningastofu Jóns læknis Kristjánssonar.

Reykjavík, 11/5 1923.

Jón Hj. Sigurðsson. Guðm. Thoioddsen.

Guðm. Hannesson.

Sæm. Bjarnhjeðinsson.“