12.05.1923
Sameinað þing: 7. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1501 í B-deild Alþingistíðinda. (1234)

139. mál, fjáraukalög 1923

Magnús Jónsson:

Jeg hefi greitt atkvæði með því að kaupa þetta verkfæri, án þess þó að vita, hvers eðlis það var. Bygði jeg það á áliti læknanna. En nú hefi jeg heyrt, að verkfæri þetta muni vera tvíeggjað sverð, sem vandfarið sje með. Vil jeg því spyrja, hvort nokkur sje hjer til, sem með það kunni að fara. Þá vil jeg og gera aðra fyrirspurn. Það er verið að tala um, að þetta verkfæri eigi að fara til landsspítalans. Er það þá svo endingargott, að von sje til, að það verði við líði er landsspítalinn er kominn á stofn? við þessum tveim fyrirspurnum langar mig til að fá svar.