12.05.1923
Sameinað þing: 7. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1506 í B-deild Alþingistíðinda. (1240)

139. mál, fjáraukalög 1923

Bjarni Jónsson:

Út af orðum háttv. 5. landsk. þm. (JJ) þarf jeg aðeins að taka það fram, að jeg hefi ekkert talað um verndartolla á þessu sambandi. Aðalatriði þessa máls er það, að styrkja innlenda dúkagerð og reyna að auka hana, með því að fá menn til að ganga heldur í góðum innlendum ullarfötum en í erlendu baðmullarrusli. Annars sje jeg það ókyrð háttv. þm., að þeir kæra sig ekki um meiri umræður, og get látið lokið máli mínu.