30.04.1923
Efri deild: 51. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1526 í B-deild Alþingistíðinda. (1285)

76. mál, mæling lóða og landa í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Frsm. (Guðmundur Guðfinnsson):

Þetta frv. er flutt eftir tilmælum þm. Reykv. og fer í þá átt að koma betra skipulagi á skrásetningu og mælingu lóða hjer í Reykjavík. Auk þess er hjer fleira tekið með en í eldri lögunum. Nefndin hefir ekkert sjeð við þetta að athuga og leggur til, að frv. verði samþykt.