09.03.1923
Neðri deild: 16. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í B-deild Alþingistíðinda. (129)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Magnús Guðmundsson):

Það er undarleg aðferð hjá hæstv. fjrh. (MagnJ) að koma nú fyrst fram með spánnýjar athugasemdir í málinu. þegar hann bjóst við, að allir væru búnir að tala sig dauða. Jeg var svo hygginn sem betur fer, að geyma mjer rjett til athugasemda, og mun jeg nú nota hann. Hæstv. ráðherra sagði, að ekkert hefði verið gert til að mæla bót þessum skattalögum sem nú gilda. Það virðist svo sem hann hafi ekki fylgst allskostar vel með umræðum. Og þeim hefir verið lagt liðsyrði úr þeim stöðum, en hjer í deildinni. Ef hæstv. ráðherra vildi blaða í þingmálafundagerðum víðsvegar um landið, þá myndi hann fá að sjá það, að þorri landsmanna er eindregið með þeim.

Að því er snertir hina átakanlegu lýsingu hæstv. ráðherra á öllum þeim útreikningi og aukinni skriffinsku, er leiddi af till. nefndarinnar, þá vil jeg benda hæstv. ráðherra á það, að allir, sem í skattstofunni eru, munu kunna tuga(reikning) og reikna með þeim fullum fetum, jafnfljótt og með heilum tölum. Að bæta þurfi við mönnum vegna skattstigans er því hrein fjarstæða, sem ekki er svaraverð. Og hvað öll brjefaskiftin snertir, þá er þar um hreina blekking að ræða. Hver gjaldandi verður vitaskuld að skýra frá aukaútsvari sínu: það er alt og sumt.