13.04.1923
Neðri deild: 41. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1564 í B-deild Alþingistíðinda. (1319)

110. mál, jarðræktarlög

Bjarni Jónsson:

Jeg heyrði, að háttv. 3. þm. Reykv. (JÞ) sagði, að jeg hefði skorað á sig að koma með skýringu sína. Það var rjettleg vildi, að það sanna kæmi í ljós. Jeg hjelt því fram í fjvn., að áætlunin yfir Skeiðaáveituna hefði verið mjög nákvæm. Er ætíð rjett að rjett mál komi fram. Og þótt háttv. 3. þm. Reykv. (JÞ) sendi mjer stundum hnútur út af sjálfstæðismálunum, þá vil jeg ekki þar fyrir, að hann eða aðrir verkfræðingar sæti ámæli eða ásökunum fyrir það, sem þeir hafa vel gert, eða það, sem þeir eiga enga sök á.