21.04.1923
Neðri deild: 47. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1612 í B-deild Alþingistíðinda. (1362)

99. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Jakob Möller:

Jeg geri ráð fyrir því, að hv. nefnd hafi viljað koma með brtt. í besta tilgangi. Jeg hygg, að fyrir henni hafi vakað að gera öllum jafnt undir höfði og beita ekki neinar sveitir eða kauptún misrjetti. En jeg vona, að þetta verði ekki til þess að vekja neina sundrung um málið, og jeg fyrir mitt leyti get fallist á till. hv. þm. Borgf. (PO), þó hún sje ekki í samræmi við það, sem upphaflega var talað um. Að lokum skal jeg geta þessl að jeg veit ekki betur en að skemtanaskatturinn sje alstaðar erlendis landsskattur, eins og hjer er farið fram á.