21.04.1923
Neðri deild: 47. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1612 í B-deild Alþingistíðinda. (1363)

99. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Pjetur Ottesen:

Jeg þakka fyrir þær undirtektir, sem brtt. mín hefir fengið hjer. Jeg skal ekki lengja umr. að sinni, þó jeg þyrfti að gera nokkrar athugasemdir. En af því að jeg sje nú eftir á, að með 8. gr. eru feld niður ákvæðin úr lögunum frá 1918, um það, að heimila sveitarfjelögum, sem ekki koma undir ákvæði þessa frv., að nota skemtanaskatt til sinna þarfa, ef þau vilja, verð jeg að fara fram á það við hæstv. forseta, að hann taki málið nú út af dagskrá, svo mjer gefist kostur á að koma fram með brtt. til lagfæringar á þessu.