23.04.1923
Neðri deild: 48. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1613 í B-deild Alþingistíðinda. (1365)

99. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Pjetur Ottesen:

Eins og menn rekur minni til, benti jeg á það á laugardaginn, er mál þetta var hjer til umræðu, að 8. gr. frv. væri svo orðuð, að heimildin í lögunum frá 1918, um skemtanaskatt, fyrir þá kaupstaði og kauptún, sem ekki koma undir ákvæði þessa frv., til þess að taka sjálfir skemtanaskattinn, var fell niður. Jeg fjekk því málið tekið út af dagskrá til þess að leiðrjetta þetta, og er það gert í brtt. þeirri, er jeg hefi nú borið fram um þetta efni. Þarf jeg svo ekki að fjölyrða meira um málið, en vísa til þess, sem jeg hefi áður sagt.