05.05.1923
Neðri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1638 í B-deild Alþingistíðinda. (1412)

151. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Frsm. (Jón Auðunn Jónsson):

Frv. þetta mun komið fram að tilhlutun hæstv. stjórnar. Bjóst jeg við, að hæstv. stjórn mundi vera hjer viðstödd til að gera grein fyrir frv., en hún sjest ekki sem stendur í deildinni. Læt jeg mjer nægja að vísa til nál., en vil þó geta þess, að stjórnir bankanna munu ekki allskostar ánægðar með frv. Telja bankastjórnirnar, að ekki sje þörf á eftirlitsmanni við bankana, þar sem eru 2 stjórnskipaðir bankastjórar við annan þeirra en 3 við hinn. Það mun heldur ekki venja, að bankaeftirlit nái til stofnana, sem svo er ástatt um.