07.05.1923
Neðri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1660 í B-deild Alþingistíðinda. (1438)

151. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Forsætisráðherra (SE):

Jeg heyrði ekki byrjunina á ræðu hv. 2. þm. Reykv. (JB). En mjer skildist á honum, að frv. þetta væri fram komið vegna umtalsins um Íslandsbanka og sparisjóðsins á Eyrarbakka. En þetta er rangt. Frv. er borið fram með tilliti til allra sparisjóða og banka á landinu. Svo undarlega fjellu orð háttv. þm. (JB), að svo leit út, sem hann vildi ekki hafa Landsbankann undir eftirliti. En hví skyldu trúnaðarmenn landsstjórnarinnar ekki mega líta eftir honum eins og hinum bankanum? Vegna sparisjóðsins á Eyrarbakka, sem hv. þm. (JB) talaði um, er heldur ekki sjerstaklega ástæða til að setja þennan eftirlitsmann nú, því stjórnin getur, á því stigi, sem hann er, látið rannsaka hann.

Jeg vísa svo að öðru leyti til þess, sem jeg hefi áður sagt um þetta mál.