17.03.1923
Efri deild: 19. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 127 í B-deild Alþingistíðinda. (146)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Frumvarp þetta, sem komið er frá neðri deild, var upphaflega lítill útdráttur — til gildistöku þegar á þessu ári — úr frv. um endurskoðun á tekjuskattslögunum, sem stjórnin lagði fyrir Nd. Eins og háttv. þm. er kunnugt, þá átti endurskoðun á tekju- og eignarskattslögunum að fara fram á þessu þingi, þar sem þau aðeins gilda til loka þessa árs. Þessi útdráttur var gerður með það fyrir augum, að sú breyting, er hann fer fram á, gæti komið til framkvæmda nú þegar á þessu ári.

Töluverður ágreiningur var um þetta frv. í Nd., en þó frekar um búning en efni, en út í það skal eigi farið við þessa umr.

Frv. þetta var í fjhn. í Nd., og geri jeg ráð fyrir, að það fari til sömu nefndar í þessari deild. Geta þau atriði komið þar til athugunar, sem ágreiningi öllu í Nd.