12.05.1923
Efri deild: 60. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1681 í B-deild Alþingistíðinda. (1465)

151. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Jón Magnússon:

Það er fyrst út af ummælum háttv. 5. landsk. þm. (JJ), að jeg ætla að segja örfá orð. Hv. þm. sagði, að jeg talaði nokkuð alment um málið, og er það rjett, því að það er hlutverk hæstv. stjórnar að skýra einstök atriði þess eins nákvæmlega og þörf krefur og krafist verður; en jeg þykist ekki hafa neina sjerstaka ástæðu til þessa. Þá kom háttv. 1. þm. Húnv. (GÓ) inn á atriði, sem snertir sjálfa deildina, nefnilega það, að málið hefði ekki verið látið fara í nefnd. En honum er vitanlegt að það var af því, að tíminn var orðinn naumur, og í þessu sambandi get jeg mint hv. þm. á, að áður hafa miklu stærri mál fengið að fara gegnum deild nefndarlaust, og má þar til dæmis nefna samvinnufjelagalögin. Hafi það mál ekki þurft athugun í nefnd, þá er síður ástæða til þess um þetta mál, sem er svo miklu einfaldara og óbrotnara.

Býst jeg svo við, að nægar umræður hafi orðið um þetta mál.