17.04.1923
Efri deild: 42. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1684 í B-deild Alþingistíðinda. (1473)

142. mál, sameining póstmeistara og stöðvarstjóraembættið á Akureyri

Jónas Jónsson:

Jeg er ekki alveg viss um, að breyting hv. allshn. sje til bóta, því vel gæti hugsast, að sú stjórn færi með völd, sem ekki vildi sameina þessar stöður.

Að titillinn var ekki nógu nákvæmur, má saka fullveldismennina um. Þeir hefðu eins átt að geta búið til fleiri ritsímastjóraembætti eins og póstmeistaraembætti.

En í sambandi við þetta mál vil jeg minna hv. allshn. á orðalagið á þskj. 342. Eftir því má helst skilja frv. svo, að sameina skuli undir einn mann tvær stöður, aðra á Akureyri, en hina á Ísafirði.