17.04.1923
Efri deild: 42. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1685 í B-deild Alþingistíðinda. (1474)

142. mál, sameining póstmeistara og stöðvarstjóraembættið á Akureyri

Frsm. (Sigurður Hjörleifsson Kvaran):

Jeg sje ekki, að hægt sje að láta slíka sameiningu fara fram, nema landssímastjóri og aðalpóstmeistari sjeu því samþykkir.

Eftir yfirlýsingu hæstv. atvrh. (KIJ) sje jeg ekki annað en fyrri flm. megi vera vel ánægðir með þetta frv. Jeg álít því, að það, sem hv. 5. landsk. þm. (JJ) sagði, hafi bara verið til þess gert að finna að einhverju, án þess að hafa nokkra ástæðu til þess.

Þá skildi jeg ekki, hvað hann átti við með þeim orðum sínum, að frv. allshn. færi fram á að sameina þetta alt í eitt embætti. Orðalagið á frv. er mállega sjeð alveg rjett og orðað eins og í fyrra frv.