22.02.1923
Neðri deild: 4. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1688 í B-deild Alþingistíðinda. (1491)

5. mál, útflutningsgjald

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Jeg sje enga ástæðu til að fara mörgum orðum um þetta frv. Eins og tekið er fram í aths. við það, þá er það fram komið sökum fjárhagsnauðsynja ríkissjóðsins. Hann er nú svo staddur, að ekki virðist beint aðgengilegt að svifta hann þessum tekjum, enda myndi það þá verða að koma niður á öðrum stað, t. d. tekjuskattinum, og óvíst, að það væri til bóta. Má fremur búast við, að ljetta verði á þeim lið frekar en auka hann.

Skal jeg svo ekki fara frekar orðum um þetta mál, en leyfi mjer að leggja það til, að því, að umr. lokinni, verði vísað til fjárhagsnefndar.