22.02.1923
Neðri deild: 4. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1689 í B-deild Alþingistíðinda. (1493)

5. mál, útflutningsgjald

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Jeg skal taka það fram, að jeg hefi ekkert á móti því, að þau frumvörp, sem hjer er um að ræða, verði að einhverju leyti sett í samband hvort við annað. Ætti það líka að vera auðvelt, þar sem sama nefndin kemur til með að fjalla um þau. Það er ekki aðalatriði, þó eitthvað sje breytt til um þau innbyrðis, eitt gjald lækkað og annað hækkað, heldur hitt, að ríkissjóðurinn fái þær tekjur, sem hann þarf með.