04.05.1923
Neðri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1690 í B-deild Alþingistíðinda. (1496)

5. mál, útflutningsgjald

Frsm. meiri hl. (Magnús Guðmundsson):

Það hefir staðið alllengi á þessu máli frá fjárhagsnefnd. Ástæðan er sú, að hún vildi sjá, hvernig færi um önnur tekjuaukafrv., sem hafa legið fyrir þinginu: en nú er útsjeð um forlög þeirra, og auk þess svo áliðið þingtímans, að ekki er fært að bíða lengur. Niðurstaða meiri hl. nefndarinnar hefir orðið sú, að óhjákvæmilegt sje, fjárhagsins vegna, að leggja til, að lög þessi verði framlengd enn um 1 ár. Brtt. hefir komið fram um það að lækka gjaldið um helming, og mundi það nema 250–300 þús. kr. tekjulækkun, og mun reynast fullerfitt að halda í horfinu, þótt ríkið sje ekki svift meiri tekjum en þegar er orðið. Meiri hluti nefndarinnar verður því að vera á móti brtt háttv. 1. þm. Reykv. (JakM).