04.05.1923
Neðri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1698 í B-deild Alþingistíðinda. (1506)

5. mál, útflutningsgjald

Frsm. meiri hl. (Magnús Guðmundsson):

Hv. 1. þm. Reykv. (JakM) hefir misskilið það, sem jeg sagði. Að ekki mætti undir neinum kringumstæðum taka lán, lá ekki í mínum orðum, hvorki beint nje óbeint. Það, sem jeg sagði, var það, að í venjulegu árferði mætti ekki taka meira lán en borgað væri af. Enda hlýtur háttv. þm. (JakM) að sjá það, að af öllum lánum verður að borga. Jeg geri ráð fyrir því, að háttv. þm. (JakM) sje mjer samdóma í því, að þó þingið 1919 gæti ekki gert nákvæma áætlun, þá megi alls ekki kalla árin 1920 og 1921 venjuleg ár. Öll samjöfnun frá árum er því villandi.