22.03.1923
Efri deild: 23. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í B-deild Alþingistíðinda. (151)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Sigurður Hjörleifsson Kvaran):

Jeg skil ræðu hæstv. fjrh. (MagnJ) svo, að hann telji rjett, að frv. verði samþykt og komi til framkvæmdar sem lög á þessu ári.

Jeg skal kannast við það, að framkvæmd þeirra í þetta sinn er örðugleikum bundin. Vegna þess hve tíminn er naumur. Þó finst mjer, sem skýra mætti sýslumönnum fljótlega frá lögunum og gefa þeim vald til að veita undirskattanefndinni lengri frest til að ljúka skýrsunum. t. d. bæta við vikutíma eða svo. Eins og embættisrekstri er nú hagað hjer á landi, þá sje jeg ekki að það myndi á nokkurn hátt breyta eða koma í bága við þau „princip,“ sem fylgt er í embættisfærslunni.

Sú linun á skattinum, sem verður eftir þessu frv., er mjer aðalatriðið.

Skal jeg svo ekki lengja umr. meira. Ef einhverjir kynnti að óska eftir því að taka til máls. Þá er hægt að tala nánar um þetta við 3. umr.