22.03.1923
Efri deild: 24. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í B-deild Alþingistíðinda. (157)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Björn Kristjánsson:

Hæstv. ráðherra segir það, að jeg hafi haldið ræðu mína 2 árum of seint. Má vel vera, að það sje satt. En málið kom þá fram öllum að óvörum, og vanst því ekki tími til að íhuga það sem skyldi. En jeg álít eigi, að ræðan sje of seint komin fram, því að málið er eigi ennþá komið út úr þinginu. Jeg býst við því, að hv. Nd. taki dauflega í það að draga frá tekjuskattinn, og því vildi jeg láta þá hv. deild vita mína skoðun um þetta mál. Jeg skal játa það, að jeg hefði átt að tala meira um þetta mál 1921m en það stóð svo á þá, að eigi lá annað fyrir en að taka skattinum eins og hann var.