20.02.1923
Efri deild: 3. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1730 í B-deild Alþingistíðinda. (1584)

11. mál, fátækralög

Atvinnumálaráðherra (KIJ):

Jeg skal játa það, að 3. gr. frv. er ekki nauðsynleg, þar sem atvinnumálaráðuneytið hefir leyfi til að haga eyðublöðunum undir skýrslurnar eins og því sýnist. En hún hefir verið sett að tilhlutun þeirra manna, sem um þetta fjalla í stjórnarráðinu, og hefir þeim því þótt æskilegt að fá ákvæði um þetta atriði lögfest, en annars vænti jeg, að bæði þetta atriði og samband 4. gr. við gildandi lög verði tekið til athugunar af væntanlegri nefnd.