24.03.1923
Neðri deild: 28. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 142 í B-deild Alþingistíðinda. (162)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jón Baldvinsson:

Mjer virðist svo sem hv. Ed. hafi farið hjer öfugt að. Hún hefði heldur átt að breyta frv. í þá átt að auka frádráttinn og minka skattinn á lágu tekjunum heldur en að hækka skattinn eingöngu á háum tekjum, því frádráttur tekjuskattsins munar litlu á lágum tekjum, en miklu á þeim háu. Þessa athugasemd vildi jeg láta fylgja frv. frá mjer, þegar það verður afgreitt til fullnustu, þar sem jeg virðist hafa nokkra sjerstöðu í málinu.