03.05.1923
Neðri deild: 56. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1791 í B-deild Alþingistíðinda. (1623)

11. mál, fátækralög

Magnús Pjetursson:

Jeg skal ekki tefja tímann með langri ræðu. Jeg hefi leyft mjer að bera fram brtt. við þetta frv., og eins og háttv. deildarmenn muna, mættu þær talsverðum mótmælum. Það voru ákvæðin um gamalmennahælin, sem mesta mótspyrnu vöktu. Menn vildu ekki láta sjúkrahúsákvæðin ná til þeirra sjerstaklega, vegna þess, að þm. óttuðust, að málið mundi daga uppi í hv. Ed., ef það færi þangað aftur. Nú hefi jeg felt þennan agnúa burtu úr brtt. mínum, og þar sem frv. verður nú hvort sem er að fara til Ed., ættu þessar breytingar, sem jeg hefi lagt til, að gerðar yrðu á því, að vera aðgengilegri.