23.04.1923
Neðri deild: 48. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1813 í B-deild Alþingistíðinda. (1651)

43. mál, vegir

Ólafur Proppé:

Jeg þykist sjá fram á, að viðaukatillaga mín á þskj. 225 eigi ekki miklum byr að fagna í hv. deild.

Raunar tók háttv. frsm. meiri hl. (ÞorstJ) það fram, að háttv. samgöngumálanefnd hefði ekki getað tekið neina afstöðu til hennar, en mjer skildist þó, að hún hafi heldur verið mótfallin till. Hitt þykir mjer þó enn lakara, að vegamálastjóri og landsstjórn skuli hafa snúist á móti henni. En að fengnum ýmsum upplýsingum og loforði vegamálastjóra um það, að veita ríflega af fje til fjallvega til þessa vegar, þá leyfi jeg mjer að taka tillöguna aftur, en býst þó við, að ekki muni langt líða, þangað til málið verður tekið upp af nýju.