04.05.1923
Efri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1835 í B-deild Alþingistíðinda. (1690)

93. mál, vegir

Atvinnumálaráðherra (KIJ):

Eins og jeg tók fram áðan, þá er það alveg nauðsynlegt að breyta vegalögunum. Og jeg skal hjer með gefa þá yfirlýsingu, að ef jeg verð í stjórninni fram til næsta þings, þá skal jeg sjá um, að slík breyting komi fram. Jeg álít, að eigi geti hjá því farið, að ríkissjóðurinn taki að sjer viðhald á Holtaveginum, og hvað snertir flutningabrautina frá Reyðarfirði til Egilsstaða, þá mun jeg mæla með því, að ríkissjóður taki að sjer viðhald hennar innan þeirra takmarka, sem till. fer fram á. Jeg veit að vísu eigi, hvernig vegamálastjóri mun taka í þetta mál, en þó að hann yrði tregur til þess, þá skilst mjer, að stjórnin hljóti að taka kröfu Múlsýslinga til greina. Jeg get því heitið háttv. flm. (SHK) því, að stjórnin muni mæla með því, að þetta verði gert við væntanlega breytingn á lögunum. Vænti jeg, að háttv. 2. þm. S.-M. (SHK) taki þessa yfirlýsingu mína gilda, og taki þar með till. sína aftur.

Út af ummælum háttv. 4. landsk. þm. (JM) um brautina austur skal jeg taka fram, að nákunnugur maður þar eystra skaut því að mjer í þessu, að einungis 4 hreppar af 16 í Árnessýslu hefðu not af akbrautinni austur.