03.05.1923
Efri deild: 54. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1868 í B-deild Alþingistíðinda. (1742)

154. mál, lífeyrir handa Einari Þorkelssyni

Frsm. (Einar Árnason):

Jeg hefi fátt um þetta að segja. Fjvn. hefir orðið ásátt um að taka eftirlaunaupphæðina til Einars Þorkelssonar út af fjárlögunum og bera svo fram sjerstakt frv. um lífeyri handa honum, og hefir hún gert þetta í samráði við háttv. fjvn. Nd. Að öðru leyti vísa jeg í greinargerðina fyrir frv. og vænti þess, að deildin leyfi því að ganga óbreyttu áfram.