03.04.1923
Efri deild: 30. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1880 í B-deild Alþingistíðinda. (1772)

9. mál, vatnalög

Atvinnumálaráðherra (KIJ):

Það er út af brtt. við gr. 54,3. Það er rjett, að fyrir mjer vakti, að það kæmi greinilega fram, að eigandi vatnsrjettindanna yrði sá fyrsti, sem nyti skaðabóta. Nefndin hefir fallist á þann grundvöll, að einstaklingar sjeu eigendur rjettindanna, og hefði því átt að geta fallist á þessa brtt., sem tekur það skýrt fram.

Hin aths. er út af 123. gr. Það er satt, að hún er nokkuð ógætilega orðuð, en það mun ekki meiningin, að útlendingum sje heimiluð veiði. Orðið „öllum“ er þar víst í mótsetningu við „hjeraðsmenn“.