05.04.1923
Efri deild: 32. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1898 í B-deild Alþingistíðinda. (1781)

9. mál, vatnalög

Einar Árnason:

Háttv. 4. landsk. þm. (JM) gat þess, að jeg hefði farið með rangt mál viðvíkjandi höfundi frv. Jeg held, að hann hafi misskilið mig. Jeg sagði, að frv. væri bygt á þeim eignarrjettargrundvelli, sem háttv. 1. þm. S.-M. (SvÓ) hefði lagt.

Þá er það brtt. mín við 1. gr., sem sumir hafa talið betra að setja við 4. gr. Jeg ætlaði upphaflega að fella hana inn í þá grein, en við nánari athugun hvarf jeg frá því. Mjer fanst hún koma dálítið óþægilega í 4. gr., því þar er um annað óskylt atriði að ræða, sem ekki má blanda saman. Almenninga er getið í 123. gr., og af brtt. minni ætti það að vera ljóst, að það væru almenningar, ef býli eða lönd lægju ekki að vatninu. Jeg sje svo ekki ástæðu til að segja meira. Brtt. hefir yfirleitt verið vel tekið.