14.04.1923
Neðri deild: 42. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1906 í B-deild Alþingistíðinda. (1789)

9. mál, vatnalög

Atvinnumálaráðherra (KIJ):

Það er nú í 5. sinn, sem þetta mál kemur fyrir háttv. deild, og í fyrsta skifti, sem það hefir komist svo langt, að verða afgreitt úr annari deild þingsins. Eftir að hv. Nd. hafði svo oft fjallað um málið, fanst mjer rjett að lofa háttv. Ed. að líta einu sinni framan í það. Hefir hún gert á því nokkrar breytingar, sem frekar mega skoðast sem orðabreytingar en efnisbreytingar. Get jeg fallist á sumar þeirra, en aðrar ekki, en skal ekki fara neitt frekar út í það við þessa umr. málsins.

Jeg vildi nú óska þess, að háttv. deild fagnaði vel svo gömlum og góðum gesti, sem þetta frv. er, gerði vel við hann meðan hann dvelur í deildinni og fylgi honum síðan með öllum veg úr hlaði. Jeg vænti þess, að málinu, að lokinni umr. verði vísað til þeirrar sjerstöku nefndar, sem stofnuð hefir verið með það fyrir augum. Vona jeg sömuleiðis, að hún geri vel við málið.