27.04.1923
Neðri deild: 51. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1910 í B-deild Alþingistíðinda. (1798)

9. mál, vatnalög

forseti (BSv):

Mjer hefir borist skjal, dags. í dag, undirritað af 5 háttv. deildarmönnum, þeim SvÓ, PÞ, SSt, ÞorlJ og ÞorstJ, og hljóðar það svo:

„Með því að minni hluti vatnamálanefndar hefir á deildarfundi 25. þ. m. látið í ljós, að hann hefði eigi fengið tíma til að koma fram með álit sitt um vatnamálið, þá tökum vjer aftur kröfu vora frá 25. þ. m. um töku málsins á dagskrá í dag, þó að því tilskildu, að málið verði tekið til 2. umr. 30. þessa mánaðar.“

Enn fremur skal jeg geta þess, að þeir 6 þm., sem komu fram með kröfu um það á fundi 25. þ. m. að taka „Frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að veita ýms hlunnindi fyrirhuguðum nýjum banka“ á dagskrá í dag, hafa sagt mjer, að þeir taki þessa kröfu sína aftur.

Þar sem báðar þessar kröfur eru teknar aftur, koma þær eigi til atkvæða.

Skildaga þann, er fimm háttv. deildarmenn hafa sett fyrir því, að þeir falli frá kröfu sinni, tel jeg vafasamt, að unt sje að taka til greina. Vil jeg engu þar um heita, en háttv. þm. geta endurtekið kröfu sína síðar um að fá málið á dagskrá, ef þeim þykir þörf á.