30.04.1923
Neðri deild: 53. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1706 í B-deild Alþingistíðinda. (1841)

124. mál, friðun á laxi

Þórarinn Jónssom Jeg vil leyfa mjer að gera þá tillögu, að þessu frv. verði vísað til stjórnarinnar. Byggi jeg þessa till. fyrst og fremst á þeim rökum, sem jeg tók fram við 1. umr. þessa máls. Hjer er verið að draga út úr laxveiðilögunum fylstu og mestu öryggisákvæðin, og er ekki nema tvent til. Annaðhvort er þessi undanþága þýðingarlaus, eða hún gæti orðið til þess að hindra laxgöngu. Sje hún þýðingarlaus, er engin þörf á að frv. verði að lögum, en ef hún spillir fyrir laxgöngu, er rangt að samþykkja hana. Hv. Ed. hefir haft til meðferðar frv. um breytingu á sömu lögum. Hefi jeg sjeð nefndarálit í því máli, og er þar lagt til, að málinu verði vísað frá með rökstuddri dagskrá og skotið til álits og umsagnar sýslunefnda. Sýslunefndirnar hafa nú svo mikinn rjett í þessu efni, þar sem þær einar setja ákvæði uni veiðitímann, að jeg tel rangt að breyta lögunum án þess, að þeim sje gefinn kostur á að segja álit sitt. Og þó að frv. fengi að ganga í gegnum þessa deild, eru mikil líkindi til, að hv. Ed. muni láta það sæta sömu örlögum sem frv., er jeg nefndi, og væri því mikill tímasparnaður að vísa frv. strax frá. Það er líka mikilsvert atriði, að engin yfirlýsing hefir komið frá þeim mönnum, sem eiga veiðirjett í ám, sem renna í Hvítá, og tel jeg rangt að gera þetta frv. að lögum án þess að hafa leitað umsagna. þeirra.